mánudagur, júní 11, 2012

sumarfrí !!

hæ hæ ! spurning um að blása lífi í þetta blogg aftur ?
Sonurinn orðinn svo stór, svo mikið um að vera, svo mikið að gerast !
Núna er hann búinn með 2 bekk. ótrúlegt hvað tíminn líður.
Og honum gekk rosalega vel; fékk mjög góða umsögn. Gengur vel að læra og gengur mjög vel félagslega, á marga vini og á auðvelt með að vinna í hópum.
Á skólaslitum sátum við pabbi hans í salnum með honum og hann sá kennarann sinn álengdar, sá stutti rauk af stað til að hlaupa í fangið á henni og gefa henni gott knús. Þetta er alveg lýsandi dæmi um son minn.

Núna er hann komnin í sveitina til mömmu og pabba. Ég fer ekki í sumarfrí fyrr en 13.júlí og við erum svo heppin að hann getur verið þar. Sundnámskeið byrjar í dag í sveitinni og í vikunni byrjar íþróttaskóli sem hann hefur áhuga á að taka þátt í. Hann hefur eignast góðan vin þar, en sá strákur verður ekkert í sveitinni í sumar. Svo þetta er snilldar ráð til að kynnast nýjum vinum og hann er mjög áhugasamur.

kv, Guðrún K.

sunnudagur, mars 06, 2011

Í sveitinni

hæ hæ ! þessi mynd er tekin í morgun. Við mamma fórum með afa út á vatn að veiða, fengum 7 stórar bröndur, virkilega fallegar. Það var rosalega kalt. Mamma var inni í bíl mest allann tímann, en ég var úti að leika á ísnum. Hann var svo fallegur, spegilsléttur og frosinn!

Annars er alllt gott af okkur að frétta. Fékk rosalega góða umsögn í skólanum. Duglegur að læra og þægur og góður. Alltaf glaður og kátur, vel liðinn og á auðvelt með að breyta til og tileinka mér nýja hluti.

Fór líka til tannsa á dögunum. Og sú skoðun kom mjög vel út, allavega var tannsinn mjög ánægður með mig :)

Fékk smá hita núna á fimmtudag og var heima veikur á föstudag. Við mamma fórum upp í sveit og létum fara vel um okkur. Fór ekkert út á laugardag en mátti fara út í dag þar sem ég var hitalaus í gær (laugardag) Var sem sagt ekki lengi að hrista þetta af mér :)

Svo erum við mamma í fríi á morgun líka. Það er vetrarfrí og starfsdagar í skólanum mínum og hanner lokaður alla vikuna. Ég fer til pabba á þriðjudag (eða mánudagskvöld) og verð hjá honum núna þá í nærri heila viku :)

Þar til næst - hafið það gott :)

föstudagur, febrúar 11, 2011

Labbitúr í Kjarnaskóg


Kjarni 10.02.11
Originally uploaded by Sólargeislinn
hæ hæ ! mamma mín er allt of löt við að blogga !

En árið 2011 er bara búið að byrja vel og það er alltaf jafn gaman í skólanum. Ég er hraustur og hress og gaman að læra !

Við mamma tókum labbitúr með myndavélar í gær og nutum veðurblíðunnar í kjarnaskógi.

Um helgina fer ég til pabba og ætla að hafa það gott þar :)
Góða helgi !

föstudagur, desember 24, 2010

6. ára afmælisstrákur

IMG065

woohoo í dag á ég afmæli ! og ég er búinn að fá nokkra afmælispakka, td kubba frá langafa og langömmu sem hægt er að kubba 3 mismunandi bíla úr sömu kubbunum.  Mamma mín er búin að hjálpa mér að kubba fyrstu 2 og rífa þá í sundur og er að kubba 3 gerðina núna – rosalega gaman !

Kíktum til þeirra í Lynghrauninu, og ég fékk afmælispakka þar líka; Arsenal jólasveinahúfu! hún er alveg geggjuð !

Ég hlakka til jólanna líka, en í dag ætla ég að njóta afmælisins og fá gesti í smá kaffi Open-mouthed smile

Kveðja úr sveitinni

Gabríel afmælis jólastrákur

037

sunnudagur, desember 19, 2010

Afmælisveislan


Afmælisveislan
Originally uploaded by Sólargeislinn
Hæ hæ !
Mamma er búin að setja inn myndir frá afmælisveislunni minni. Bauð vinum mínum úr skólanum og auðvitað Jóhannesi og Júlíusi :o) Var rosalega gaman hjá okkur

föstudagur, desember 17, 2010

Jólafrí !!!

í dag voru litlu jól í skólanum mínum og ég lék engil í jólasögu.  Mamma og pabbi komu til að horfa á og fór ég svo heim með pabba þar sem mamma er að vinna. 

þetta var rosalega gaman og þau sögðu að þetta hafi verið rosalega skemmtilegt Smile 

Ég hélt smá strákaveislu í gær.  Bauð bara strákum úr bekknum mínum í kökukaffi og svo kom Jóhannes og Júlíus ! Var rosalega gaman !

Hlakka mikið til jólanna !

IMG_0745

fimmtudagur, desember 02, 2010

Fallegasta brosið !


Jólasveinar 2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
núna er Gabríel Alexander með fallegasta brosið í bænum ! en báðar frammtennur í efri góm eru farnar :o)

Jólasveinar 2010


Jólasveinar 2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
Gabríel og Stúfur í Dimmuborgum !

Jólasveinarnir í Dimmuborgum


Jólasveinar 2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
hæ hæ !
við mamma mættum auðvitað í Dimmuborgir og tókum á móti jólasveinunum! ég fékk kerti ! það var rosalega gaman !