miðvikudagur, janúar 25, 2006

Jæja nú er ég orðinn stór strákur! Ég er byrjaður á leikskóla!! Pabbi og mamma fóru með mig á fund á mánudaginn þar sem okkur var sýndur skólinn, hittum hina krakkana og fóstrurnar. Ég vildi byrja að leika mér strax þá - og mér leist strax á allt saman þarna, en samt vildi ég ekki fara langt frá mömmu og pabba.
Svo fór pabbi með mig í gær, 1 klukkutími og það var roosalega gaman! Lék mér með liti og leir, allt smakkaðist rosalega vel. Og lék mér við hina krakkana, ég er yngstur eftir hádegi, þá eru bara stærri krakkar etir. En það er allt í lagi, ég er bara kátur með að hitta fleira fólk núna en bara mömmu og pabba. Ég fer í 2 tíma í dag, og pabbi með mér, mamma er svaka sorry yfir að komast ekkert í aðlögun með mér, en hún er að vinna. Á morgun eru það svo 3 tímar og þá má pabbi skjótast frá, go svo föstudag er ég allann daginn og pabbi sem og ekkert með, en hann verður alltaf innan seilingar. Svo byrjar alvaran á mánudaginn í næstu viku - þá verð ég alveg einn eftir hádegi!
Ég er alltaf jafn duglegur að borða, og labba alltaf meira og meira - Kítara er alltaf jafn góð við mig og við leikum okkur alltaf jafn mikið saman. Henni finnst ég skemmtilegri núna þar sem ég er ekki alveg eins ósjálfbjarga og ég var - núna kann ég sko að taka boltann hennar og kasta honum fyrir hana.
Gaman að vera til !
Ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: