föstudagur, apríl 28, 2006


Halló halló allir saman!
Jamm nú er sko sumar og sól! Ég er búinn að vera duglegur í leikskólanum og er ekki myndahæfur í dag. Með kúlur og skrámur um allt andlit. Alltaf jafn sætur samt sem áður segir mamma mín og knúsar mig. Fór með mömmu og Kítöru út í morgunlabbóinn í gær. Það var rosalega gott veður, og Kítara hljóp um allt, reyndi að fá mig til að kasta fyrir sig hinu ýmsa dóti.
Í kvöld þegar mamma er búin að vinna þá förum við í sveitina, fermingarveisla á morgun hjá Herði, bróðursyni pabba. Hlakka til að hitta alla fyrir norðan.
Pabbi er búinn að vera svo duglegur í húsinu okkar. Við förum alveg að geta notað 3 hæðina, go þá skapast meira pláss. Og ég fæ mitt eigið herbergi - það verður sko fjör, fullt af plássi til að ruslast um allt. Mömmu hlakkar alveg jafn mikið til, því hún vonar að hún fái þá að sofa lengur en til 5-6 á morgnana, þar sem herbergið mitt verður með glugga til suðurs, sólin mun ekki vekja mig.
Eigið góða helgi
Gabríel Alexander

Engin ummæli: