þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Nóg að gera hjá mér :o)
í síðustu viku komu Inga Hrund, æskuvinkona mömmu ásamt manni sínum og litlu nýju stelpunni þeirra henni Önnu Völu sem kom í heiminn 12. apríl sl. Hún er rosa fín stelpa, dugleg, vær og yndisleg. Mamma mátti alveg halda á henni, en ég var ekki alveg til friðs á meðan. Sýndi bestu gestastæla og um leið og mamma mín var búin að rétta Önnu Völu til mömmu sinnar þá komst ég í fangið á minni mömmu.
Þau gistu hjá okkur 2 nætur og var afskaplega gaman að hafa þau hjá okkur:o)

Ég er búin að eignast barnapíur! Tvær stelpur koma alltaf eftir hádegi og taka mig í labbitúr. Það er rosalega gaman. Þær fara með mig á róló eða bara labba um, mér finnst svo gaman að labba um í kerrunni minni.

Svo var franska helgin hérna um sl helgi, en það var svo mikil rigning að það var varla hundi út sigandi. Mamma var heldur ekkert í góðum gír á laugardag þar sem hún frétti á föstudag að Kítara væri dáin. Hún hafði orðið fyrir bíl á bænum sem hún var á. Bóndinn sá mikið eftir henni hún hafði verið skemmtilegur hundur með mikil og góð fjárhundaeinkenni og hann hafði hlakkað að kenna henni verkin. Svona er þetta bara, hún var hamingjusamur hundur þessi 3 ár sem hún lifði, við huggum okkur við það hérna.

Annars er allt í góðum gír héðan. Allir hressir og hraustir :o)

Engin ummæli: