miðvikudagur, desember 20, 2006

Halló allir saman!
Í dag var sko gaman!! Við mamma fórum og heimsóktum nýja leikskólann minn, Flúðir. Hann er bara hérna rétt hjá okkur, svo venjulega getum við labbað þangað, en í dag reyndar fórum við bílandi þar sem það er ægilegt rok.
En Flúðir er alveg frábær leikskóli, greinilega með rosalega góðum fóstrum, hressum krökkum og fullt fullt af bílum til að leika mér með!!
En ég fæ að byrja 15. janúar. Mamma hefði viljað að ég byrjaði fyrr, en við erum ánægð með að komast að svo við erum ekkert að nölla. Það skemmtilega er að sama dag og ég byrja, byrjar stelpa líka, Ronja heitir hún, og er hún fædd 24.12.2004 - alveg eins og ég!!! Það verður spennandi að sjá hvort við séum eitthvað svipuð í skapi og hátterni! (ég hlakka til að leika við hana en mamma hugsar um hitt)
hér á Akureyri er rosalega mikið rok og 10 stiga hiti, og allur snjór farinn. Þetta er rosalega furðulegt allt saman! Sennilegast verða rauð jól eftir allt saman.
eigið gott kvöld
ykkar Gabríel Alexander - bráðum 2 ára!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

halló halló rósa amma hérna!
gleðileg jól krúttið mitt :)
takk fyrir jólagjöfina og yndislegt jólakvöld!

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ elsku frændi og til hamingju með 2ja ára afmælið þitt litli jólastrákur (;-))). Rosalega líður tíminn fljótt. Gott að vita að ykkur líður vel á Akureyri og að þú skulir strax vera búinn að fá pláss á nýjum leikskóla. Bið kærlega að heilsa mömmu þinni, já og Viddi biður líka að heilsa. Við vonum að þið hafið það sem allra allra best.

Nafnlaus sagði...

Bara að athuga aftur hvort þetta virkar eins og það á að gera

Nafnlaus sagði...

ok sé núna hvers vegna þetta birtist ekki. Þú eyðir bara þessu röfli Guðrún mín