mánudagur, janúar 15, 2007

Sælt veri fólkið og gleðilegt nýtt ár!!!
Tíminn er afskaplega fljótur að líða. Jólin komin og farin, ég orðinn 2 ára gamall, og komið nýtt ár og ég að byrja á leikskólanum á morgun!
Ég vil þakka öllum frábærar gjafir sem ég fékk á afmælisdaginn og jólagjafirnar vil ég þakka líka fyrir. Afskaplega flott og skemmtilegar gjafir, góðar og nytsamlegar :) takk takk fyrir mig!!

Já við mamma vorum hjá afa og ömmu í Mývó um jólin, og var það alveg hreint rosalega gaman. Mikið og gott að borða og fannst mér rjúpurnar mjög góðar og runnu þær vel niður hjá mér!
Amma og mamma gerðu smá afmælisboð á aðfangadag, þar sem ég fékk að blása á kertin, go ég fékk að smakka smá ístertu sem var í boðinu. Mér fannst osturinn og jarðaberinn samt betri (camenbert)

Svo var þetta hálfgert letilíf hjá okkur. ég lék mér með jólagjafirnar, fékk Bubba byggir kubbabíl frá Þórhöllu móðu og hennar fjölskyldu, og fjarstýrðan bíl frá afa og ömmu, þetta var sko ekkert smá flott!!! ég er soddan bílakall...
Jólaball í Mývó var haldið 28 des go fórum við mamma og amma. Var alveg afskaplega gaman go ég náði að komast í skúffuköku og náði ekki að kyngja henni allri svo ég var orðinn allur útataður í súkkulaði, frekar heimilislegur og frjálslegur. þess má geta að ég gat notað sömu sparifötin og í fyrra, sem ég fékk í gjöf frá Hartmanni vini mínum á Fásk. Og ég er svo flottur í þeim, jafnvel útsmurður í súkkulaði.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sætastur eins og alltaf :)