þriðjudagur, september 11, 2007


hæ hæ :)

mamma kom á sunnudaginn að sækja mig og rosalega var gott að sjá hana! Ég ýtti afa og ömmu frá því ég vildi sko hafa mömmsuna mína alveg fyrir mig og engann annann. Þegar átti að borða vildi ég heldur ekki deila henni með afa og ömmu og fór að gráta því ég vildi bara hafa mömmu mína fyrir mig. Og tók frekjukast.

En það lagaðist. Spennufall held ég barasta. Gott að fá mömmu heim.

Núna er ég í skólanum, gaman að fara loks í skólann eftir viku veikindi. Krakkarnir sem voru mættir komu hlaupandi á móti mér - "Gabríel Gabríel er kominn" Greinilegt að þau söknuðu mín!

Næstu viku byrjar Þórey aftur að passa mig. Ekki eins mikið og sl vetur en eitthvað. Það er bara gaman að hafa fleiri andlit í kringum mig :)

Mig langar að kasta kveðju á Hartmann vin minn og óska honum til hamingju með að vera orðinn bleyjulaus!! Hann er svo stór og skemmtilegur strákur - hann eignaðist líka litla systur í sumar !! Knús til ykkar frá okkur mömmu...


eigið góðan dag

Ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: