þriðjudagur, desember 11, 2007


Hæ hó !!!

Afsakið hvað mamma mín er búin að vera löt að skrifa. Mikið búið að vera að gera hjá henni. Mikið í gangi - meira að segja hún týndi jólaskapinu um hríð - en sem betur fer er hún búin að finna það aftur :) Og eru komnar seríur í glugga, jóladúkar á borð og kerti til skrauts, en ég veit hún kveikir á þeim þegar ég er sofnaður á kvöldin. "miklu notalegra í dimmunni" segir hún alltaf.

En það sem á mína daga hefur drifið er margt. Skólinn er alltaf jafn skemmtilegur. Við fórum td í kakóferð á Bautann um daginn. Tókum strætó niður í bæ, fengum svo kleinu og kakó, og fengum að horfa á Leitin að Nemo.

Ég er búinn að fara tvisar með afa og ömmu í sveitina. Fyrri helgina, þe 1. desember var mamma að vinna. Hún kom svo til okkar á laugardeginum. Og sl helgi þá var jólahlaðborð í vinnunni hennar og ég fór með afa og ömmu :) Á laugardeginum vorum við svo í laufabrauðsgerð. Ég fékk reyndar ekki að flétta laufunum, né skera, né vera viðstaddur steikingar, en það var skemmtilegt andrúmsloft og allir hressir og kátir. Reyndar eru alltaf allir hressir og kátir, en jólaskapið var ríkjandi líka. Jólatónlist í útvarpinu. Amma búin að finna sumt jóladót og afi búinn að setja upp seríur úti. Mamma klippti sig líka. Stutt, með krullur og topp. Mega skvís núna!!

Það var kíkt í Vogafjós. Fór í fyrra fyrir jól, fyrstu helgina sem við bjuggum fyrir norðan :)

Núna voru kálfar og kussur í fjósi. Fékk að sjá mjólkun. Og á aðventunni þá eru jólasveina á sveimi í kringum fjósið. Ég hitti Ketkrók! Fengum okkur kakó og rjóma saman :)

Já það er allt ljómandi af okkur mömmu að frétta! Við verðum í sveitinni um jólin í góðu yfirlæti :)

Já og auðvitað var kíkt í fjárhús! Sunnudagsmorguninn kíktum við og Sylvía kom með. Allar rollur, gimbrar, hrútar og sauðir komin í hús. Ég gaf þeim brauð að bíta og hjálpaði svo afa við að gefa þeim heyið sitt :) Á eftir var kíkt í Belg til Jenna og að sjálfsögðu mjólk og kex þar tilbúið handa mér !

Mamma setti inn nokkrar myndir á netið :)

Engin ummæli: