þriðjudagur, september 02, 2008

Réttir í sveitinni

hæ hæ!!

Helgin var rosalega skemmtileg! Mamma sótti mig snemma í skólann á föstudag þar sem skólinn lokaði klukkan tólf.  Við mamma nutum dagsins og fórum upp í sveit.  Mamma fór svo inneftir aftur seinnipartinn þar sem Anna frænka og Dóa frænka voru að koma í heimsókn til hennar. Þær hafa örugglega átt gott kvöld vinkonurnar :o)

borda saman Ég allavega átti frábært kvöld hjá afa og ömmu minni.  Enda nýt ég mín alltaf þar! Mamma kom svo uppeftir daginn eftir og þá var gaman! Það kom fullt af fólki í heimsókn, þar sem afi minn ákvað að hafa afmælismatinn sinn.  Langafi og langamma enn fyrir norðan og Reynir langafi! Og svo Jenni kom líka.  Ég naut mín hjá þeim.  Að sitja við borðið og borða með langöfunum og Jenna (þeir gömlu allir komnir yfir áttrætt) Enda kom ekkert annað til greina en að sitja við hliðina á Jenna mínum og borða! Þórhalla frænka, Lárus og Hjörtur Smári. 

Þetta var eini dagurinn sem í raun kom til greina að ná öllum saman! Langafar og langamma á leiðinni suður aftur.  þetta var rosalega gaman! Langamma spilaði við okkur frændurna.  Hjörtur kenndi henni Hrútaspilið og amma mín reyndi að kenna mér veiðimann en ég tók ekki alveg tilsögn þó svo við notuðum barnaspil.

Sunnudag voru réttir.  Voðalega gaman var að sjá allar kindurnar okkar aftur.  Og viti menn þær mundu sko eftir brauði og komu og borðuðu hjá mér brauð þó það væri með tómatsósu og steiktum lauk! Þær voru svo hvítar og fallegar, hlakka svo til að fara í húsin í vetur og gefa þeim.  Ég er svoddan bóndi í mér!

rettir

Mamma er búin að setja inn myndir: Réttarhelgin í sveitinni. Og þess má geta að það er rosalega gaman að skoða myndirnar í "slideshow" sem síðan býður uppá - þá koma þær stærri fram og í réttri röð :o)

Engin ummæli: