föstudagur, júní 05, 2009

Sveitin um helgina

hæ hæ !!

Er búinn að eiga góða daga.  Var hjá pabba síðustu helgi og fór í fermingarveislu til systur Huldu á Hvammstanga.  Fréttir herma að ég hafi verið þægur, stilltur og duglegur að borða :)

Á föstudaginn fyrir viku var grill og útskrift elstu krakka í skólanum mínum.  Bæði mamma og pabbi mættu í grillið.  Það var svo gaman að hafa þau bæði hjá mér.  Ég þyrlaðist á milli þeirra.  Svo sagði ég í lágum hljóðum að mig langaði að fara strax úr skólanum.  Og ég var svo heppinn að pabbi gat hliðrað til hjá sér og ég mátti fara með honum í hádeginu.  Vá hvað ég var hamingjusamur með þetta ! Og ég var hjá pabba alveg fram á þriðjudag. 

Við mamma fórum til Júlíusar á þriðjudaginn.  Við Júlíus hoppuðum á trambólíni og svo fór systir hans með okkur á næsta róló að leika.   Var rosalega gaman !  Fengum jarðaber og bláber – yummmie svo gott !

Svo erum við mamma bara búin að vera að dúllast.  Undirbúa sumarið.  Erum komin með allt í útileguna. Og mamma leyfir mér að velja td í rúmfó ferðadiskana og glösin – mér finnst ég vera svo stór þegar ég fær að ákveða :o)

Ég er orðinn sólbrúnn og sætur.  Mamma ber alltaf á mig sólarvörn svo ég brenni ekki.  verð ekki rauður heldur bara brúnn :) og er með sundskýlufar. 

Mamma var búin að lofa mér golfsetti fyrir börn í rúmfó.  En í gær þá vildi ég heldur frá stóra vatnsbyssu.  Og mamma spurði mig hvort ég vildi virkilega heldur fá vatnsbyssuna en golfsettið og ég sagði já margoft.  Og mamma sagði að þá mætti ég ekki betla golfsettið.  En í morgun þá varð ég svolítið skúffaður þegar ég fattaði hvað ég hafði gert. 

Mamma segir þetta sé spurning um að læra að ég fái ekki allt uppí hendurnar.  Ég hafði tekið þá ákvörðun um að fá frekar byssuna en golfsettið og þar við situr.  Ef ég vil fá golfsettið þá verð ég að taka sparipeningana mína og kaupa settið sjálfur. (peningana úr Gogga bauk)

Við mamma erum að fara í sveitina í dag :) Mamma ætlar að hitta Önnu sína í kvöld en gistir ekki.  Við munum hjálpa afa með restina af rollunum og marka lambið mitt á morgun:o) og svo keyra hluta af þeim á fjall á sunnudag !

Þetta verður skemmtileg helgi !! 
Ykkar Gabríel Alexander

DSC00952

Ég og Jóhannes vinur minn á grilldaginn á Flúðum.

Engin ummæli: