fimmtudagur, janúar 21, 2010

Duglegur strákur

hæ hæ !

ég fór í 5 ára skoðunina mína á þriðjudaginn.  Ég er 113 cm á hæð og 22 kg.  Og er semst eins og vanalega með hlutföllin í lagi og yfir meðallagi í hæð og þyngd. 

Hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn gáfu mér flotta skoðun.  Ég kunni allt og gat allt og var bara mjög duglegur að gera það sem þau báðu mig um að gera. 

Og ég fékk TVÆR sprautur! Og ég kvartaði ekki neitt og þurfti ekki einu sinni plástur !

Mömmu var hins vegar ráðlagt að fara með mig til augnlæknis í vor.  Var víst ekki alveg samræmi hjá mér í sjónskoðun en ekki þannig að hjúkkan vildi láta ath það strax.  Ég sé mjög vel, nema neðstu línuna, og þá ver á öðru auganu.  Hún er ekki að gera veður út af neðstu línunni.  En bara til öryggis þá kíkja til læknis í vor. 

Ég er alveg á fullu að skrifa og syngja og leika mér með orð og tölur.  Við mamma erum farin að spila mikið, mér finnst afskaplega gaman að spila.   Bæði borðspil og á venjuleg spil.  Og ég fæ reglulega að fara í tölvuna.  Mamma er undrandi á hve fljótur ég er að ná valdi á tölvunni, og að leika mér í henni.  Þarf nánast enga aðstoð frá henni lengur. 

Jamm stækkandi strákur hér á ferð :o)

Gabriel Alexander (8of 51) (Smellið á mynd til að stækka)

Engin ummæli: