miðvikudagur, apríl 27, 2005

Sæli nú kæru vinir og vandamenn nær og fjær. Biðst afsökunar á hve mamma hefur verið löt að skrifa undanfarið, en það er allt gott að frétta af okkur.
Það sem á daga mína hefur drifið er að við fórum til Egs á föstudaginn að versla. Fórum í æðislega gönguferð í Hallormstaðaskóg á sunnudaginn. Þó sumarið sé komið þá er enn frekar grámyglulegt um að litast, en með sólskini og fuglasöng þá var þetta rosalega ljúft. Mér þótti virkilega gaman að sjá svona fullt af nýjum hlutum og starði um allt.
Í gær fór mamma með mig til ljósunnar hérna til að vigta mig og mæla þar sem ég er orðinn 4 mánaða stór strákur. Ég mældist 8.2 kg og 64 cm, og telst það vera nokkuð gott. Ég fylgi meðaltalinu á lengdina, en er dulítið of þungur. En hún (þe ljósan) vildi ekki að mamma og pabbi breyttu neinu þar sem hún veit að þegar ég fer á fullt þá verður ágætt fyrir mig að hafa smá forða.
Í dag fékk ég frábæra sendingu frá Florida. Rosalega falleg föt. Þau passa flott á mig, takk takk kærlega fyrir mig Hafdís frænka!

Engin ummæli: