þriðjudagur, apríl 05, 2005

Sælt veri fólkið. Ég átti góða og rólega helgi. Fór með mömmu og pabba í mat til vina þeirra á laugardagskvöldið og þau eiga eina litla stelpu sem er 7 mánaða og heitir Halldóra. Ég er svolítið minni en hún, og get ekki enn leikið við hana, en hún var samt rosa skemmtileg. Svo hitti ég vinkonu mömmu á sunnudaginn og fór í kaffi til Hartmans á mánudaginn. Svo kannski er ég búinn að vera nokkuð upptekinn. Hartmann reyndi að fá mig líka til að leika, en ég starði bara á hann. Hann er orðinn svo duglegur, hann labbar með öllu, opnar skúffur og tekur til fyrir mömmu sína. Ég hlakka mikið til að geta farið að leika við hann!
Mér finnst afskaplega gaman að hitta nýtt fólk, og er næstum hættur að setja upp skeifur þegar ég sé nýtt fólk, eða þegar ókunnugt fólk reynir að tala við mig. Takið eftir ; næstum - ekki alveg.

Engin ummæli: