fimmtudagur, desember 29, 2005

GLEÐILEG JÓL
Já gleðileg jól allir sama, vinir og vandamenn nær og fjær. Þetta er búið að vera rosalega gaman hjá mér. Ég átti afmæli á aðfangadag, og fékk ég margar góðar gjafir. Jólamaturinn var rosalega góður, og jólagjafirnar voru líka rosalega góðar og margar, og vil ég þakka öllum fyrir! Var gott að hafa mömmu heima og fékk ég að hafa hana hjá mér í 5 daga, vonandi verður hún í fríi á morgun, en hún fór í vinnu i dag.
Mánudag fórum við í mat til afa og ömmu í Mývó, hittum þar Þórhöllu og hennar fólk, borðuðum kalkún að hætti afa, sem er alltaf jafn góður, segir mamma, þar sem ég hef bara einu sinni smakkað hann, og þótti góður!
Ég fór svo á jólatréskemmtun með mömmu í gær. Þar voru fullt af börnum og fullorðnum, dansandi í kringum jólatréð. Mamma dansaði með mig í fanginu. Jólatréð var rooosalega fallegt, en ekki eins flott og heima hjá mér. Svo komu jólasveinar, og þeir eru bara hinir bestu kallar, gáfu mér mandarínur og þá er ég alveg viðræðuhæfur.
Þess má geta líka að í gær stóð ég sjálfur upp af gólfinu, án þess að styðja mig við eitthvað og tók 3 skref!! Ég varð svo hissa að ég baðaði út öllu öngum og datt á rassinn. Og mamma hoppaði upp af kæti - sem sagt - ég tók mín fyrstu alvöru skref í gær.
Ég vil óska öllum gleðilegt nýtt ár, og takk fyrir allt á mínú fyrsta ári, sem var rosalega viðburðarríkt, ánægjulegt og skemmtilegt.

Engin ummæli: