miðvikudagur, desember 21, 2005

HÓ HÓ HÓ
Já sko nú eru jólin að koma, og ég er að verða 1. árs! Mikið líður tíminn hratt, mamma er alltaf jafn hissa á þessu.
Ég er farinn að hlaupa með, ekki bara labba heldur hlaupa og ég tek eitt og eitt skref án þess að halda mér í neitt. Mamma og pabbi eru voða montin af mér. Ég fer að labba mjög fljótlega, og þau eru að vona að ég flýti mér ekki við það því ég er svoddan óviti enn.
Það er búið að skrúfa lása á skúffur, nema viskustykkiskúffuna, og allt sem ég get meitt mig á eða skemmt er komið í örugga fjarlægð frá mér, og mamma er búin að ákveða hvar jólatréð verður. Og engir jóladúkar þetta árið í stofunni.
Annars er allt orðið jólalegt núna, seríur, jólamyndir, kertaskreytingar (í góðri fjarlægð) og jólatónlist. Fórum til afa og ömmu í Mývó sl helgi og þar var enn meira jólaskap í gangi. Kíktum í lónið, svakalega gaman þar, gaman í sturtu, gaman að skríða um allt, gaman að vera bleyjulaus, gaman að busla, það er bara svo gaman að vera til.
Tennur no 7 og 8 eru komar niður, ég er farinn að geta borðað að mestu sjálfur, vil drekka úr venjulegu glasi, farinn að kubba sjálfur, og kann að rífa mig úr buxum og peysu, er kominn með uppáhalds bangsa - Gogga úr Íslandsbanka, vil hafa hann hjá mér alltaf!
Ég er hættur öllu sem heitir ungbarnamatur, drekk mína stoðmjólk með venjulegri léttmjólk, og borða það sem mamma og pabbi borða. Mér finnst allur matur góður!

Engin ummæli: