miðvikudagur, mars 01, 2006

Þá er ég búin að fara til Reykjavíkur og koma heim aftur. Ég hitti svo mikið af fólki, og fór á svo marga staði. Mamma flaug með mig til pabba á fimmtudegi, var svaka þægur í vélinni, reyndar pirraðist aðeins þegar ég átti að sitja kyrr. Ég er með 2 heilbrigða fætur sem ég vil nota þegar mér sýnist, og er það nokkuð oft. Það er ekkert skemmtilegt að sitja kjurr á rassinum.
Var mikið í bílnum, þægur en nokkuð pirraður seinnipart daganna sem við vorum í bænum. Megin ástæða ferðarinnar var að hitta bróður pabba sem er mikið veikur. Ég var einmitt að hitta hann í fyrsta skipti.
Við gistum á hóteli, var rosa gaman, var með rúmið mitt meðferðis sem er algjört möst!! Við hefðum verið rukkuð slatta mikið ef við hefðum þurft að leigja rúm af hótelinu undir mig!!
Við keyrðum heim á sunnudag, eða alla leið til afa og ömmu í mývó, þar sem allir voru komnir í vinkil eftir að hafa setið í Yaris alla helgina!! Blikkdósir kallar mamma þetta....

Engin ummæli: