þriðjudagur, mars 28, 2006

Sælt veri fólkið :o)
Þá eru fullt af hlutum búnir að gerast. Bróðir pabba sem var búinn að vera mikið veikur dó 16.mars. Blessuð sé minning hans. Við fórum norður á afmælisdaginn hennar mömmu 23. mars, og gistum hjá afa og ömmu í Mývó.
Ég var rosa duglegur föstudaginn 24. mars því þá var ég einn í passi hjá afa og ömmu á meðan mamma og pabbi fóru á jarðaförina.
Pössunin gekk rosalega vel, ég meira að segja lá alveg kjurr á meðan amma skipti á mér, sem ég geri annars ekki. Það er bara svo gaman hjá þeim. Ég þekki mig orðið svo vel þar.
Svo á laugardaginn hitti ég Hörð afa, Siggu ömmu og Magnús afa, og svo fuuullt af systkinum pabba, sem eru uppeldissystkini hans. Rosalega gaman að hitta allt þetta fólk. Vona að ég fái nú að hitta afana mína og Siggu ömmu oftar.
Í mývó um kvöldið bjó Valgeir afi til mína eigin buslulaug í gömlu Kísiliðjunni. Stór sturtubotn sem afi gat sett tappa í og kveikti svo á 2 sturtum, og ég gat buslað og sullað og hlaupið um. Var alveg rosalega gaman!

Svo fórum við heim á afmælisdegi pabba 26. mars :o) - alltaf gott að koma heim !

Leikskólinn minn gengur mjög vel, og ég var að heyra það áðan að vinkona mömmu, Ríma, mamma Hartmanns er að fara að vinna þar eftir hádegi!! Svo hún verður með mér á daginn - hlakka mikið til :o)

Engin ummæli: