fimmtudagur, febrúar 08, 2007


Hæ hæ !!!

nú er sko gaman!!! ég er orðinn frískur loksins loksins ! Fór á leikskólann í morgun, hitalaus í gær, og fæ að vera inni í dag og á morgun. Með smá hósta, en annars rosalega hress. Matarlyst góð, sef vel, stríði mömmu og kubba mikið = frískur strákur!

Ég var nú samt ekki alveg á því að sleppa mömmu í morgun, er svolítill mömmustrákur, en það tókst að lokka mig með bílum og kubbum. Þær eru farnar að þekkja mig á Flúðum go vita hvernig er best að tala mig til :)

Svo er ætlunin að fara til afa og ömmu á morgun. Vera í mývó um helgina, hlakka mikið til! Hitta fleira fólk en bara mömmu.

Þess má geta að á mánudaginn þegar mamma fór með mig til Magnúsar afa og Siggu ömmu þá hafð mamma sagt að við værum að fara til afa og ömmu, sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Nema það að ég tengdi það strax við Valgeir afa og Rósu ömmu. Nú, ég hitti Magnús afa og Siggu ömmu sem var gaman og allt það. En þegar við komum svo aftur að húsinu okkar, Tjarnarlundinum, þá brjálast ég og kalla afi afi afi - þá fannst mér mamma mín vera að svíkja mig; ég ætlaði sko til afa og ömmu í Mývó!!! Ég varð alveg ofboðslega reiður. Og þess vegna hlakka ég líka til að fara til þeirra í sveitinni!

þangað til næst hafið það sem allra best :) ykkar Gabríel

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæh sætastur (:
ákvað að kommenta svona einu sinni!:)
Það var mjög erfitt að lesa þetta blogg, þar sem stafirnir eru e-ð í rugli;)
En já, gaman að vita að maður getur loks hitt ykkur um helgina;D
Ég er einmitt að fara að keppa í glimu uppi íþróttahúsi á morgun, klukkan 1.
allir að koma & hvetja ;)
heheh;D en ég sé ykkur;)