sunnudagur, febrúar 18, 2007

Halló halló!!! þá er ég komin heim aftur!! Gott að koma heim, þó ég sakni afa og ömmu smá! En það er gott - ég hlakka þá bara til að hitta þau aftur!


Sigga amma átti afmæli á föstudag, og fórum við mamma með rósir handa henni í gær. Var svo svakalega gott veður, að við enduðum á að þrífa græna súbbann (þar sem Polo er kominn í frí í sveitinni) og nutum góða veðursins. Mér finnst svo rosalega gaman að rúnta og stússa með mömmu !


Og í dag, eftir góðan svefn fórum við mamma í sund klukkan níu! Mamma hefði farið fyrr ef hún hefði vitað að sundið opnar átta á sunnudögum ! Og hún keypti kort í laugina svo við ætlum að fara reglulega um helgar! og það er bara yndislegt veður úti!!


Ég er enn svolíðtið eftir mig en er farinn að leika mér eðilega, en matarlystin er enn frekar asnaleg. Ég er þó farinn að borða smá aftur, en mamma passar að ég drekki alltaf nóg og sé alltaf með eitthvað til að drekka :o)


Við erum bara að dúlla okkur hérna heima, njóta þess að vera saman og hafa það gott :o)


bið að heilsa öllum, og sérstaklega Hartmanni félaga mínum, við mamma hugsum oft til þeirra Rímu!


Ykkar Gabríel sólargeisli!

Engin ummæli: