mánudagur, apríl 02, 2007


Hæ hæ !!! Núna er Þórey frábæra fóstran mín farin í páskafrí. Þannig að ef einhver á Akureyrinni gæti passað mig þessa 3 daga milli 5 og 6 endilega hafið samband við mömmsuna mína! Annars sennilega þarf ég að vera hjá henni í vinnunni ... það er kannski allt í lagi, svo framarlega ég fái eitthvað að borða á meðan þá er ég sennilegast bara sáttur!

En við mamma áttu frábæra helgi! Afi og amma komu á laugardag, og við fórum með þeim á Greifann. Afi go amma komu sko með sjónvarpsskáp sem Þórhalla frænka var hætt að nota og við björguðum honum frá bráðri hættu ruslahauganna! Það var fjör!

Ég var hins vegar ekki sá alþægasti á Greifanum. Var sko ekkert til í að sitja bara kjurr á einum stað. En það var rosalega gaman að hitta þau - og að fá að keyra í afabíl er sko toppurinn á tilverunni!!

Á sunnudagsmorgun vaknaði ég kl 6.. !! Mamma var sko ekki á því að fara með mér á fætur þá svo hún skipti á mér, gaf mér að borða og ég fór að leika mér - á meðan hún "vaknaði inni í rúmi" Ég var svo góður að ég leyfði henni bara að lulla áfram og lék mér þægur.

Klukkan átta fórum við í sund, þrifum svo bílinn, rúntuðum Akureyri endilanga til að skoða gröfur. Og enduðum í bókabúð, mamma gaf mér Bubba byggir bók, sjálf þurfti hún bara að labba í gegn til að finna lyktina.. Eftir þennan frábæra rúnt var ég þreyttur og sofnaði fljótlega eftir hádegi!

Svo máluðum við mamma leirinn sem við bjuggum til um daginn. Ég bjó til litla skál, sem reyndar mamma hjálpaði mér aðeins með, en ég sko málaði hana alla alveg sjálfur, og mamma skipti sér ekkert að.

Mamma var að kenna mér Bubba Byggir lagið, og ég segi alltaf Bubbi Byggir í einu orði... "bibdir" og það er víst rosalega fyndið að heyra mig syngja laglínuna.. :)

Já við áttum svo góða helgi, okkur líður svo vel. Það er svo gott veður, við erum svo kát. Lífið er frábært!!!

Myndir frá þessari helgi er komnar á netið-smellið hér!!!

Engin ummæli: