þriðjudagur, apríl 10, 2007

Takk fyrir frábæra páska!!!

Við mamma fórum í sveitina til afa og ömmu á fimmtudaginn. Ég var búinn að vera rosalega duglegur hjá henni í vinnunni, þægur og góður, hjálpaði henni og var ekkert að mótþróast við hana - enda var rosalega gaman hjá okkur. Fékk að teikna á tússtöfluna í fundarherberginu og vandaði mig að fara ekki útfyrir töfluna :)

Fékk fyrsta páskaeggið mitt á fimmtudaginn, og minn fyrsti málsháttur er Kærleikurinn er Kröfuharðastur :) veit ekki hvort þetta eigi eitthvað við mig he he he.


Við fengum skemmtilega heimsókn á föstudeginum. Prinsessan Anna Vala kom í heimsókn - með mömmu sinni og pabba :) hún er svo skemmtileg, og ég reyndi að sína henni dótið. Var reyndar ekki sáttur þegar hún var að fikta í hjólinum mínu og mamma mín mátti sko alls ekki halda á henni. En hún var rosalega sæt og skemmtileg. Get sko alveg notað hana í prakkarastrik þar sem amma gómaði okkur í ísskápnum, ég með kók og Anna Valgerður með tómastósuna he he he :)

Fórum laugardagsrúnt til Akureyrar, við mamma, afi og amma, gaman í afabíl skal ég ykkur segja :) Afi keypti sér nýtt grill!!! Gamla grillið þeirra var orðið 15 ára gamalt og Guð einn veit hve mörg kg af kjöti hefur verið grillað á því grilli. En það var alveg búið og kominn tími á að leggja það til hinstu hvílu :)

Við mamma áttum yndislega páska. Vaknaði með afa og ömmu á formúluna - horfði allann tímann og var rosalega hrifinn það var svo gaman að sjá alla bílana. Lékum okkur og fórum á þríhjólið mitt út að labba! Ég hjólaði og hjólaði, vildi hjóla lengra en mamma sagði að við yrðum að snúa við þar sem vegalengdin til baka er jafnlöng og það var býsna langt. Fórum í heimsókn til Þórhöllu frænku, og Hjörtur á svo flotta bíla! og hann á hamstur!! Ég fékk að halda á henni og hún var svo sæt, og ég var svo góður við hana, var "aaaa" við hana og klappaði henni varlega.

Páskasteikin var Kalkúnn að hætti afa - og hann var svakalega góður! ég borðaði vel, og það var gaman að fá Þórhöllu frænku, Lárus og Hjört Smára í heimsókn, auk þess sem Jenni í Belg kom líka :) mamma og Þórhalla færðu svo Sylvíu frænku mat í vinnuna hennar - en ég sá hana voða lítið þar sem hún var að vinna alla dagana.

Mánudaginn fórum við í sund, afskaplega gott veður, sól og logn. Enda fengum við grillmat ! Og það var sko ekki slæmt!

Já Páskarnir voru hreint yndislegir. Reyndar varð mamma mín að fara í gær, og ég er eftir hjá afa og ömmu. Leikskólinn lokaður í dag og hún varð að vinna. Ég skildi hana í gær, vildi fara heim, var farinn að hlaupa um með skóna, þegar hún tók utan um mig go sagði að nú yrði ég að vera duglegur, hún yrði að fara að vinna og ég yrði að bíða hjá afa og ömmu. Hún knúsaði mig og kyssti. Ég varð dálítð svekktur, en ég hljóp þess í stað út í glugga og vinkaði henni bless. Fór ekkert að gráta! Ég er svo stór strákur, auk þess veit ég hún kemur aftur, hún kemur alltaf aftur :)



Engin ummæli: