mánudagur, ágúst 27, 2007


hæhæ!

nóg um að vera :) -- hitti pabba og eitthvað af þeim ættingjum á laugardaginn. Gaman, var sáttur við að vera einn með pabba svo það ætlar að vera gott þar :) Verður vonandi oftar sem ég hitti hann og kynnist honum betur. Mamma er að semja vinnuplan og miðar við að ég geti verið með pabba á þeim laugardögum sem hún er að vinna - semsagt setur sig á laugardaga sem hann er ekki að vinna.

Svo voru réttir í sveitinni!! og það var svo gaman! Ég er ekkert hræddur við kindurnar, labbaði um með afa og sönglaði "meeemeeee" Var frábært veður, og það var mikið af fólki, og ég skemmti mér vel. Hitti Jenna í Belg, þetta voru jú hans rollur sem við vorum að draga í dilka og fara með heim. Þær sem ég mun svo hjálpa til við að gefa í vetur :) Hlakka til að hitta þær aftur og gefa þeim brauð :)

Allt gott að frétta af okkur semsagt. Brjálað að gera hjá mömmu í vinnunni. En hún sækir mig alltaf kl fimm og þá "tökum við rúnt" Besti tími dagsins !!


kveðja

Gabríel Alexander

Engin ummæli: