þriðjudagur, júní 17, 2008

17.júní 2008

Hæ hæ !!! Í dag var rosalega gaman!! Við komum í sveitina í gær.  Það var svo gott að koma í sveitina og hitta afa og ömmu.  Amma fann hvað ég var hamingjusamur með að vera kominn og vildi bara knúsast hjá þeim.  Vildi gleypa þau og allt dótið mitt hjá þeim.  Mætti halda að það hefði liðið langur tími síðan ég sá þau síðast. 

Við vöknuðum um átta við mamma, afi löngu farinn á fætur.  Við mamma fengum okkur morgunmat, og amma kemur fram stuttu síðar.  ´Þegar afi kom heim ákváðum við að kíkja í Voga í heimsókn.  Þar býr jú ömmubróðir minn hann Jón, konan hans Ólöf og tvíburarnir Skarphéðinn og Arnþrúður. Og stóru flottu frænkur mínar Þórhalla Bergey og Halldóra Eydís.  Halldóra er einmitt að læra tískuhönnun á skóm úti í London - og gerir frábæra skó að mati mömmu - ég hef nú ekki mikið vit á þeim - ef það er ekki Spiderman er mér alveg saman :o)

DSC01853En jæja - við fórum í Vogafjós sem er kaffihús bland fjósi.  Fólk getur sest inn og fylgst með mjöltum yfir kaffibollanum eða matnum .  það getur séð mjólkina fara í gegnum leiðslu inni í fjósinu.  Það er rosalega gaman að fara þangað.  Við hittum alltaf jólasveinana þarna í desember !!

En við förum alltaf inn og heilsum kúnum og kálfunum líka.  Ég hef svo gaman að því að gefa þeim að borða og klappa kálfunum.  Jón frændi sýndi okkur svo hreiður í dráttarvélinni þeirra.  Þau höfðu keyrt vélina nokkrum sinnum áður en hreiðrið fannst - maríuerlan hafði bara flögrað með dráttarvélinni og passað uppá þetta.  En hún yfirgaf ekki hreiðrið og eru flottir ungar í því núna!! Vélin var kyrrsett þegar hreiðrið fannst - maríuerlunni til mikillar gleði.

þar einmitt hittum við líka heimalingana tvo - þeir þóttust vera svangir, en þeir litu nú ekki út fyrir að vera vannærðir ha ha ha !!!

Jón frændi átti líka þennann flotta vélsleða.  Ég mátti skoða hann og fikta smá í honum, en vildi ekki að Jón setti hann í gang.  Ég var eitt sólskinsbros þegar ég sat á þessum sleða! - mamma settir myndir á flikkrið okkar af mér á sleðanum.

Eftir heimsóknina í Voga kíktum við mamma til Þórhöllu og Lárusar.  Þar fann ég dótið hans Hjartar, fullt fullt af flottum bílum, gröfum, flugvélum og svo ótalmörgu sem ég gæti verið endalaust að leika mér með - Hjörtur á svo flott herbergi.  En ég hitti þau Sylvíu ekki þar sem þau eru í Danmörku. 

DSC01917Og eftir hádegi var farið niður að búð og ég fékk blöðru með Superman - og fékk Súperman merkið málað framan í mig!  - ég er sko SÚPEMAN í dag!!  Þaðan hófst skrúðgangan uppá Krossmúlavöll og við mamma fórum með henni.  Ég fékk að hafa hjólið mitt með og hjólaði ég því uppeftir!   

En ég var ekki  með orku í mikið meir og vildi fara fljótlega heim eftir að þangað var komið.  Enda búin að gera mikið í dag. 

Við mamma komum svo aftur inn á Akureyirar hálf fimm, fengum okkur köku og lékum okkur í "pikknikk leik" með útilegudiskatöskuna sem afi og amma eiga - ég var sko að hella uppá kaffi með mjólk handa mömmu.  Mamma reyndar drekkur ekki mjólk í kaffið sitt - nema hjá mér - ég bý til svo gott þykjustunnimjólkurkaffi :o)

Myndir dagsins: 17. Júní 2008

Þar til næst eigið góða daga !

- ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: