föstudagur, júní 27, 2008

3 og hálfs árs skoðun

3 og hálfs árs skoðun

Já ég fór í hana núna á fimmtudaginn.  Hafði fengið rosalega flotta umsögn frá fóstrunum mínum á Flúðum.  Og mamma að springa úr monti.  Fékk ís og alles í verðlaun fyrir þessa umsögn.  Já svo á fimmtudagsmorgun - hittum við hjúkrunarfræðing.  Ég hesthúsaði heila skyrdollu áður en við fórum - þar sem skýrt var tekið fram "æskilegt er að börnin séu búin að fá morgunmat áður en mætt er" - en það er ekkert nýtt að ég borða 2x á morgnana; heima klukkan sjö og svo í skólanum hálf níu.

En jæja.  Mér leist nú bara ekkert á þessa konu.  Hún bað mig um að teikna mömmu og jú ég gerði það.  Svo heimtaði hún hendur - og ég teiknaði þær - og svo fætur??? pfft ég var sko búinn að teikna fæturna - hún bara fattaði það ekki - svo spurði hún "er mamma ekki með augu og munn? " - nei hættu nú kona góð og snéri upp á mig "jú það er hér" og bendi á myndina! Hún var sko bara ekkert að fatta myndina. 

Svo vildi hún að ég benti á einhver dýr - sá nú ekki mikin tilgang í því - þegar hún fór að halda að ég þekkti ekki kött þá hló ég bara - fannst þetta svo heimskulegt.  Og að benda á einhverjar myndir - ef hún þekkir ekki sjálf stelpur frá strákum þá er hún ekki í lagi konan - mér fannst þetta bara heimskulegt og neitaði að gera þetta.  Hún teiknaði svo einhvern kross og vildi að ég gerði það líka .. ég sá nú ekki tilgang í því og neitaði. 

Svo hún mumlaði eitthvað um góða umsögn og sagðist ekkert ætla að stressa sig yfir þessu. En ég fer til hennar aftur í hæð og þyngdarmælingu. Þá ætlum við að prófa sjónmælinguna aftur.  Ég svaraði fyrstu 5 línunum á sjónprófinu en þá var hún hætt að vera spennandi og þessi kona var sko ekkert að ná að fanga athyglina mína og hætti.  Fannst þetta ekkert gaman. En mamma var sammála henni í því að við verðum að vera með sjónprófið á hreinu þar sem bæði mamma og pabbi eru með slæma sjón, auk þess sem Atli Freyr bróðir minn var farinn að nota gleraugu þegar hann fór í skóla.

En í dag erum við mamma að fara í frí.  Mamma sækir mig, amma keyrir á móti okkur og mamma kemur svo í sveitina á morgun. Ég minni hana reglulega á útileguna, og hvað við ætlum að hafa það notalegt í sumarfríinu okkar!!! Hlakka svo til !

Þar til næst óska ég ykkur gleðilegrar helgar

Knús Gabríel Alexander!

DSC00382

Engin ummæli: