mánudagur, júlí 14, 2008

Húsavík í dag - veiði um helgina

hæ hæ hó hó

við mamma erum að njóta lífsins.  Áttum rosalega skemmtilegan dag með ömmu, Þórhöllu frænku og Hirti Smára frænda á Húsavík.  Svona "njótaþessaðveratil" dagur og skoða, labba, gefa öndunum brauð, Þórhalla móða að búða og í smá heimsókn til langafa og langömmu.  En skemmtilegast þótti mér að gefa öndunum brauð. 

Fór á netin með afa um helgina og í fyrsta skipti sem ég veiði fisk!!  Það var svo gaman! Ég er alveg óstöðvandi núna og tala um að fara á bát í tíma og ótíma við afa núna!!

Mamma er búin að setja inn myndir frá helginni og Húsavíkurferðinni á flikkrið okkar: MYNDIR.

Eigið góða daga - ykkar Gabriel Alexander.

DSC02595

Engin ummæli: