mánudagur, júlí 21, 2008

Mikið að gerast

hæ hæ allir saman!!! Það er enn sumarfrí hjá okkur mömmu.  Við tókum rúnt í sl viku til Akureyrar með ömmu - bara að slæpast. 

Á miðvikudag fórum við mamma svo í Útilegu í Ásbyrgi - og það var rosalega gaman hjá okkur.  Fengum æðislegt veður og það var svo fallegt þarna og mikið af fuglum, engir ljótir mávar, ungar allstaðar!  Meira að segja eru þeir svo hugrakkir að þeir borða af borðum okkar þegar við erum staðin á fætur :o) Við gengum inn í botn á Ásbyrgi og fórum að tjörninni.  Lékum okkur á leiksvæðinu, grilluðum, lásum, og höfðum það svo notalegt.  Mér finnst meiriháttar gaman í útilegu!!

Helgin var skemmtileg.  Hitti pabba á laugardaginn - stutt stopp þar sem ég fer þangað til þeirra á morgun líka og verð alveg til 1 ágúst! Fórum svo með afa út á vatn á sunnudag og það var yndislegt veður - var á latabæjarbolnum mínum í pollabuxum - svo heitt var úti og við fengum fiska!!

Mamma er að fara til Hollands og ég ætla í bústað með pabba og co í viku!!

Mamma er búin að setja inn myndir á myndasíðuna okkar : MYNDIR

Eigið góða daga og ég bið að heilsa - ykkar Gabríel

DSC02806

Engin ummæli: