mánudagur, desember 15, 2008

Arsenal strákur

hæ hæ !! afi minn kom og sótti mig á föstudaginn í skólann og ég var svo ánægður að þegar ég heyrði röddina í honum kom ég hlaupandi fram kallandi "afi afi afi afi minn" - spurði svo afa hvar amma mín væri, hann svaraði að hún væri heima, og þá svaraði ég um hæl "afi þá skulum við fara heim til ömmu"

mikið var ég glaður!

mamma kom svo eftir vinnu á laugardag.  Kannski var þetta bara síðasti laugardagurinn hennar í vinnu !! i nýju vinnunni er engin helgarvinna og hún er annað hvort að vinna til 4 eða 5 - en allavega þá aldrei til 6 !

Hjörtur frændi kom í heimsókn um kvöldmat. og vitiði hvað.. hann gaf mér Arsenal fótboltabúning.  Og ég er búin að vera í honum nánast alveg síðan!! Vá hvað ég var hrifinn.  Hjörtur frændi og Sylvía halda sko með Arsenal, og þau eru byrjuð að kenna mér ýmislegt og til dæmis það að halda með Arsenal!  Og ég er svo hrifinn af þeim að ég er mjög fljótur að tileinka mér þeirra kennslu :o)

Við mamma erum heima.  Ég kvartaði um í eyrum um helgina. Og mamma mældi hita í mér í gær svo hún ákvað að halda mér heima í dag.  Og við erum búin að hafa það rosalega gott.  En hún telur mig það hressan að ég fari í skólann á morgun. 

Hérna er mynd af mér í Arsenal:

DSC04366

Engin ummæli: