þriðjudagur, desember 16, 2008

hor og skóli

hæ hæ! ég er hress og kátur.  Og ég fór í skólann í morgun! Og ég mætti í Arsenal bolnum.  Mamma sagði að það væri allt of kalt til að mæta í stuttbuxunum, jafnvel þó ég væri í sokkabuxunum innanundir.  Hún setti mig meira að segja í rauðan rúllukragabol innanundir Arsenal bolinn! En ég sætti mig við það þar sem ég vissi að ekkert þýddi að ræða þetta frekar. 

Mamma sækir mig svo í dag - hún er hætt að vinna til 6  og við ætlum að sækja 2 seríur og setja upp heima í síðustu gluggana! Ég fékk að skreyta baðherbergisspegilinn okkar í gær með jólasveinunum sem amma Rósa gaf mér í fyrra :o)

Jámm ég er alveg eins og ég á að mér að vera með fjöldaframleiðslu af hori :o)

DSC04373

Engin ummæli: