föstudagur, maí 15, 2009

Sumar sumar !!

Núna fæ ég að fara í skólann á bolnum, bara á peysunni og mamma pakkaði stuttubuxum ofani töskuna sem ég fer með til pabba!!

Við mamma erum búin að eiga skemmtilega viku.  Fórum til Júlíusar og (mamma hans heitir Freydís og er vinkona mömmu) við lékum okkur saman á trambólíninu þeirra.  Svaka gaman! Júlílus er 4 ára líka – og við náum vel saman.  Erum alveg að byrja að púkast saman og getum alveg spilað hvorn annann upp í vitleysunni. 

Mamma sýndi mér reiknibílatölvuleik og sátum við og hún kenndi mér að nota mús og lyklaborðið.  Ég sýndi þessu mikinn áhuga og fannst þetta virkilega gaman! Mamma Júlíusar á handa mér Múmínálfaleik sem við mamma ætlum að prufa saman eftir helgi !

Við fórum út að hjóla saman í vikunni við mamma og td í gær var alveg yndislegt veður til að hjóla.  Fórum á róló og mamma kann alveg þykjustu leiki. 

Ég er með skutlu æði þessa dagana.  Mamma talar um að það séu pappírsskutlur út um alla íbúð.  Svo gaman að lita og brjóta saman og eiga fullt af litríkum skutlum.  Förum í skutluleik við mamma – hvort okkar hittir á ákveðna staði í stofunni og hvort okkar nær lengra :)

Í dag sækir pabbi minn mig í skólann og ég ætla að vera hjá þeim þessa helgi.  Verður örugglega mikið gaman og mikið fjör:o)

Eigið góða helgi

gah_byrnjuis

Engin ummæli: