mánudagur, júlí 27, 2009

Fellshlíð og fjórhjól!

hæ hæ  !!!

Fyrsta vikan í leikskólanum gekk vel hjá mér.  Ég var heldur þreyttur á daginn þegar ég kom heim.  Vildi bara oftast fara beint heim og hvíla mig, horfa á Bolt eða Bósa ljósár (toy story)  En það er gaman í skólanum.  Svo ég er alltaf tilbúinn til að vakna daginn eftir og fara aftur.  Grenjaði ekkert á eftir mömmu.  Það er þroskamerki hjá mér eftir svona frí !

Við mamma áttum yndislega helgi í Fellshlíð.  Já loksins fékk ég að fara í Fellshlíð og hitta Önnu, Hermann og Blíðu.  Og við gistum 2 nætur hjá  þeim.  Fórum í sund og á Mærutónleika Hálfvitana á Húsavík! Var rosalega gaman ! Ég trallaði mikið með, enda kann ég eitthvað af textunum, hitt skálda ég bara uppí :o) Mér fannst gaman að fá að vaka lengur.  Að sjá allt fólkið og svo fengum við okkur að borða; fisk og franskar, stóðuom úti og borðuðum og hlustuðum á tónleikana.   

Og svo á sunnudag fór Hermann með mig á FJÓRHJÓL !!! já ég þorði að fara á fjórhjól og já Hermann kveikti á því og já keyrði með mig og ég var bara ekkert hræddur ! mamma á mynd af þessu á myndavélinni sem hún ætlar að smella hingað inn í dag þegar hún kemur heim !!

Hér er gemsamynd af mér frá tónleikunum :

gah_husavik

Engin ummæli: