mánudagur, júlí 13, 2009

Hjá afa og ömmu

hæ hæ !!

ég er hjá afa og ömmu í sveitinni núna.  Mamma mín er að vinna – fyrsti dagur eftir frí í dag og er ég nokkuð viss um að hún sé heldur mygluð í dag.  Með stýrur, því ég var farinn að sofa til átta og níu á morgnana !! og hún ekkert að brasa við að snúa mér á klukkan 7 því ég á eina viku eftir í fríi! Skólinn minn er lokaður ennþá svo ég gat ekki farið heim með henni í gær. 

Ég var svolítið svekktur og grét heldur sárt á eftir henni.  En amma mín og afi kunna sko á mér lagið og ég hætti að gráta og amma fór með mig í hjólatúr á róló. 

Ég hef nefnilega lítið séð af mömmu minni þar sem ég var hjá pabba sl viku.  Kom brúnn og sætur til baka með reynslusögur af læk í Kjarnaskógi til baka :o)

Við mamma nutum þess að vera heima á föstudag ég fann allt dótið mitt og ég lék mér með allt sem ég fann ! var svo alveg tilbúinn í að fara til afa og ömmu á laugardaginn. 

Við horfðum á formúluna með afa og ömmu.  Afi minn gaf mér snakk og nammi með formúlunni.  Ég er sko búinn að finna mitt lið ti að halda með; bílarnir með rauðu nautin (Red Bull). 

Svo rúntuðum við mamma og fengum okkur ís.  Gengum um Dimmuborgir og skoðuðum flugvélar.  Ég naut þess að hafa mömmu mína útaf fyrir mig.  

gah_hoppikastali

Engin ummæli: