mánudagur, september 14, 2009

hitt og þetta

hæ hæ !

Þessi helgi og vikan á undan voru bara hið rólegasta.  Í vikunni vorum við mamma bara að dunda okkur heima.  Ég er með mikla þörf fyrir dótið mitt og er að leika mér mikið heima.  Mamma er einmitt farin að hugsa um að fá afa og Lárus í heimsókn með gamla rúmið hans Hjartar Smára sem er upphækkað með leikrými undir.  Það myndi stækka leikplássið mitt um helming. 

Við mamma kíktum í heimsókn til Júlíusar þar sem við lékum okkur á trambólíninu hans Júlíusar.  Mamma mín var að læra að prjóna og Freydís mamma Júlíusar hjálpaði henni af stað :o)

Og ég sýni eldamennsku mikinn áhuga – fékk að gera mína eigin eggjaköku sjálfur.   Þvílíkt ánægður með að setja eggin út á pönnuna, krydda sjálfur og setja ostinn ofaná – mamma lokaði svo kökunni (gerði svona hálfmána) ogsetti á diskinn minn.  Og já ég held að hún hafi smakkast betur þar sem ég gerði hana sjálfur!

Stimplasöfnun gengur vel.  Vantar baraa 2 stimpla uppí ný verðlaun sem er sleikjó núna. Mömmu gengur líka vel – hefur alla vega ekki bakkað á neitt ennþá :) (7-9-13)

Afi og amma sóttu mig á Snyrtipinnann svo á föstudag.  Mamma var að fara til Önnu frænku í litun og svo fóru þær saman til Ak á tónleika.  Ég fékk að vera einn hjá afa og ömmu og var dekrað við mig á alla mögulega máta.  Fékk kók og prins hjá afa, flögur hjá ömmu, og nóg að gera.  Mamma kom svo til mín eftir vel heppnaða sjóstangarferð hjá henni á laugardag. 

Og við áttum góðan sunnudag.  Ég fór með afa til Húsavíkur að heimsækja Jenna á sjúkrahúsið.  Og svo spilaði ég fótbolta úti í garði,  horfði á formúluna, fór á róló,  og bara naut þess að hafa alla í kringum mig. 

Mamma setti sjóstangarmyndirnar sínar inn á flikkrið okkar – þar eru líka nokkrar af mér : Sjóstöng

 

Engin ummæli: