fimmtudagur, september 17, 2009

Vinur í heimsókn og stimplar

hæ hæ !

þessi vika er búin að vera skemmtileg !

Á mánudag vorum við mamma að finna út úr því hvernig er best að búa til sykurmassa til að setja ofan á köku.  Og ég fékk að setja í skálina og hjálpa til.  En mátti ekki hræra – mömmu fannst þetta heldur of klístrað fyrir mína putta.  Svo pökkuðum við þessu inn til að geyma. 

Á þriðjudag átti mamma von á vinkonum sínum í kaffihúsaheimsókn:O) og ég hjálpaði henni við að baka kökuna sem sykurmassinn (tilraunastarfsemi mömmu) átti að fara á.  Ég bjó til kökuna alveg sjálfur; mamma braut eggin, ég er alveg að læra að mæla sjálfur 4dl og 170 ml. Svo skellti ég þessu í skál og hrærði sjálfur. Og setti í formin og mamma slétti úr og setti í ofninn.  Hún sér um ofnamálin. 

Svo bjuggum við til súkkulaðið sem fór á milli kökunnar og massanns (til að líma massann á kökuna) og svo skreyttum við .  Mamma átti bara grænan matarlit svo við lékum okkur með að búa til laufblöð og kúlur og föndra !

kakan var rosalega góð!

Jóhannes vinur minn kom í heimsókn í gær og við lékum okkur um alla íbúð.  Mamma hélt sig bara inni í við tölvuna á meðan.  Við gerðum kökunni góð skil (vinkonur mömmu skildu smá eftir ha ha ) go héldum svo áfram að leika.

Mamma mín er svo góð að hún hjálpaði mér við að ganga frá.  Ég er búinn að vera svo duglegur að ganga frá sjálfur og safna mér stimplum.  Var bara þreyttur í gær.  Svo þegar ég laumaðist í fangið hennar á eftir, tók ég stimpla bókina og gaf henni stimpil.  Hún spurði mig hvað ég væri að gera því ekki var hún að koma heim úr búðinni.  Ég tók um hálsinn hennar og knúsaði hana og sagði henni að hún ætti að fá stimpil því hún væri besta mamma í heimi, fyrir kökuna, fyrir að fá vin minn í heimsókn og fyrir að hjálpa mér við að ganga frá.  (held að mamma hafi tárast smá)

Í dag ætlum við svo að fara með restina af kökunni til Júlíusar – vil gefa honum líka köku sem ég bjó til !

 

DSC01106

Engin ummæli: