laugardagur, desember 19, 2009

5 ára afmælisveisla

í gær héldum við uppá 5 ára afmælið mitt.  Ég bauð vinum mínum úr skólanum, svo komu pabbi, Hulda, Tinna og Tara, Sylvía og Áslaug, og svo duttu Þórhalla og Lárus í smá kaffi.  Þau voru reyndar að sækja Sylvíu sem fór með þeim í jólafrí upp í sveit. 

Mamma var búin að baka og skreyta með blöðrum og Leiftur McQueen dúkur og glös.  Fyrsta afmælisveislan mín fyrir vini mína úr skólanum og mér fannst þetta alveg snilld!  var rosa kátur þegar ég kom heim úr skólanum og sá blöðrurnar.

Þetta var rosalegal gaman ! Fékk alveg meiriháttar Leiftur McQueen bíl frá pabba og Huldu, rosa flottan mótorhjóla playmobil kall og mótorhjól, og mynd af Leiftri McQueen frá Tinnu og Töru.  Mótorhjólakallinn er með númerinu 5 á bakinu og ég er búinn að skira hann Hjört, eins og Hjörtur frændi í sveitinni sem er farinn að fara á mótorhjól líka ! Svo fékk ég rosa flotta rútu frá Jóhannesi og playmobil dót frá Finn og pening frá Aron Orra. 

Svo var sungið og ég blés á kertin og við strákarnir lékum okkur á meðan fullorðna fólkið sötraði kaffi og spjallaði :o)

Ég var hamingjusamasti strákur í heimi þegar ég fór að sofa !  

DSC07379ég búin að blása á kertin

DSC07374ég og Jóhannes vinur minn
DSC07376Aron Orri og Finnur DSC07380Ég að leika mér með Leiftur McQueen bílinn minn

- smelllið á myndir til að sjá stærri, þær opnast í nýjum glugga :o)

1 ummæli:

Solla sagði...

Til hamingju með daginn Gabríel. Mér finnst svo stutt síðan ég las á síðunni hennar mömmu þinnar að þú værir fæddur.

Flott á þér hárið, þú ert voðalega gæjalegur svona.

Solla, gömul vinkona mömmu