mánudagur, desember 07, 2009

Skemmtileg helgi !

já það var sko nóg að gera þessa helgi! Byrjaði á að fara til afa og ömmu, og ég fékk að vera einn hjá þeim því mamma fór á jólahlaðborð með vinnunni sinni.  Og það er svo gaman að fá að vera stundum bara einn hjá afa og ömmu.  Mamma kom svo um hádegi á laugardag. 

Seinnipartinn þá fórum við upp í Baðlón til að fylgjast með jólasveinunum taka sitt árlega jólabað! Ég fór ofaní með Þórhöllu frænku, Hirti Smára og Lárusi og það var svo gaman,  mamma var með myndavélina og tók  myndir af öllu !

síðan um kvöldið fóru afi, amma, Þórhalla og Lárus á jólahlaðborð með Grænum og við mamma og Hjörtur áttum rólegt og notalegt kvöld heima hjá afa og ömmu.  við strákarnir fengum ís og flögur og horfðum á skemmtilega mynd í sjónvarpinu ! Var rosa gaman að hafa Hjört með.  Ég lít svo rosalega mikið upp til hans og hann er alltaf svo góður við mig og kubbar með mér !

Vöknuðum snemma á sunnudag.  Mættur á fótboltaæfingu kl 10 og ég var virkilega duglegur.  Mamma lofaði mér að fara á Subway á eftir, ég hafði sko aldrei borðað þar og langaði til að prufa.  - þetta er líka uppáhaldsstaðurinn hans Hjartar Smára sko… Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, gúbbaði í mig heilum 6” bát með kjúklingabringu. 

Því næst fórum við mamma í jólahúsið.  Mér finnst alltaf jafn gaman að fara þangað, skoðuðum mikið og dunduðum. 

Því næst fórum við heim og höfðum fataskipti.  Og fórum í Ketilshús þar sem var jólastund.  Fullt af krökkum að syngja og dansa, jólasveinar með mandarínur og piparkökur, krakkar frá öðrum löndum að segja frá siðum í sínu heimalandi.  Hittum þar Júlíus vin minn, mömmu hans og Guðbjörgu systur hans, en hún var að sýna fimleikaatriði.  þetta var rosalega gaman. 

Því næst fórum við í afmæli til stelpu sem heitir Heiðrún.  Hún átti 10 ára afmæli og mamma hennar er góð vinkona mömmu.  Stoppuðum ekki lengi, fengum okkur smá kökur. 

Fórum og hittum svo Þórhöllu frænku og ömmu á Glerártorgi.  Þær langaði til að fara í jólahúsið svo við fórum bara aftur þangað. Alltaf gaman að fara í jólahúsið.

Og ekki nóg með það en við enduðum á að fara í keilu! Ég hafði aldrei farið í keilu og amma ekki heldur – því líkt gaman ! ég náði fellu ! Ég hef oft talað um það við mömmu að mig langaði í keilu.  Og ég var svo hamingjusamur með þetta allt saman.  Og svo fengum við okkur kvöldmat þar líka.  

Mamma og Þórhalla frænka voru að fara á Frostrósir. Amma mín var hjá mér á meðan.  Ég var líka alveg búinn eftir þennan dag get ég sagt ykkur.  En ég skemmti mér líka rosalega vel – það var svo gaman !

Mamma tók myndir alla helgina. Hún mun setja þær á netið strax og hún kemst í það !

Kær kveðja
Ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: