fimmtudagur, mars 18, 2010

Hundar, bílar og kindur :o)

hæ hæ  ! það er alltaf svo mikið að gera hjá okkur og allt í einu er bara komin enn ein helgin ! Ég er að fara til pabba þessa helgi og verð þar í góðu yfirlæti. 

Síðustu helgi fórum við mamma upp í sveit.  Brölluðum margt og mikið.  Til dæmis fórum við í fjárhúsin og ég hitti kindurnar mínar.  Og ég tók að mér að reka þær alveg einn frá fjárhúsum og út !

Síðan fórum við út á vatn að veiða.  Og þar sem Mývatn er ísilagt þá fórum við auðvitað á Jenna bíl.  Veiddum í soðið og viti menn – afi leyfði mér að keyra til baka á vatninu ! Þá sit ég í fangi afa og hann stígur á bremsu, kúplingu og bensin en ég stýri ! Og ég náði að stýra alveg í slóðina sem afi hafði keyrt í áður ! ég er ekkert smá ánægður með sjálfan mig núna !!

Svo var hundasleðakeppni í sveitinni.  Og auðvitað fórum við.  Þarna voru saman komnir margir fallegir sleðahundar.  Þeir voru voða kátir og voru alveg tilbúnir í að fara að hlaupa með sleðana ! Ég fékk meira að segja að klappa einum !

dogs gah_dog

Engin ummæli: