mánudagur, maí 31, 2010

Tilbúinn í skólann

hæhæ

mamma var í foreldraviðtali í morgun.  Hún og Anna deildarstjórinn minn voru að fara yfir málin mín eftir veruna á Flúðum og útkoman er víst bara nokkuð góð. 

Ég er duglegur, góður og kátur strákur.  Er með jákvætt í öllu; einbeitningu, hreyfingum, kunnáttu og þess háttar.  Fylgi reglum, er gaur en hlýði og er þægur.  Sýni verkefnum áhuga og klára það sem sett er fyrir mig. 

Og eins og allir sem mig þekkja; duglegur að borða, klæða mig og leika mér. 

þannig mamma kom af fundinum full af stolti og ánægð með strákinn sinn :o)

Engin ummæli: