þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Þeistareykir og Dettifoss 16.08.10

hæhæ ! við fórum í gær á rúntinn, og í restina var þetta orðið sannkölluð óvissuferð. Afi bauð okkur upp á Þeistareyki. Mamma hafði aldrei komið þangað og það var rosa gaman. Mamma tók fullt fullt af myndum. Síðan tókum við gamla þjóðveginn niður í Kelduhverfi. Afi sagði okkur frá því að þennann veg hafði hann farið sem strákur frá Húsavík þegar hann var að fara í sveitina á Presthólum. Svo fengum við okkur pyslu í Ásbyrgi. Skrýtið að koma þangað þegar við mamma erum ekki í útilegu. En gaman samt. Þaðan fórum við upp að Dettifossi og þessi mynd er tekin af okkur afa þar! Mér fannst fossinn rosalega flottur. Afi var rosa ánægður þegar hann komst að því að hann gat keyrt nýja veginn heim í sveit aftur !

þetta var rosaskemmtilegur dagur !

Engin ummæli: