fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Láxárdalur og sumarrúntur


19.08.10.3
Originally uploaded by Sólargeislinn
hæ hæ ! við mamma og amma fórum í sumarrúntinn okkar í dag. Byrjuðum á að fara í Laxárdalinn, alla leið að Þverárkirkju. Og á leiðinni rak ég augun í húsið í fjallinu (Laxárvirkjun) og mamma mundi að Landsvirkjun væri með opið fyrir almenning á nokkrum stöðum á landinu og þetta væri örugglega einn af þeim. Og við kíktum inn! Fengum flotta leiðsögn um göngin og mér fannst þetta svaka spennandi.
Svo kíktum við á Grenjaðarstað, og svo yfir í Hraunsrétt og fengum okkur nestið þar. Amma sagði okkur sögur frá því að hún var lítil stelpa á Reynisstað sem er nálægt Hraunsréttinni.
þar á eftir tókum við rúnt að Nípá, sem er í Kinninni. Amma er að lesa gamlar dagbækur og hún vildi skoða staðinn sem hluti þeirra gerist, og þar á meðal flottur foss sem sú sem skrifaði dagbækurnar hélt mikið uppá. Enda flottur foss !
Við fórum svo til Húsavíkur á Hvalasafnið, stoppuðum ekki lengi við, en við mamma löbbuðum samt í gegn og skoðuðum stóru beinagrindurnar. Okkur var svo boðið í vöfflukaffi á nýja kaffihúsinu hjá vinkonu ömmu sem heitir Sólrún og á sama afmælisdag og ég :o)
við skemmtum okkur konunglega ídag.

Ef þið smellið á myndina þá getið þið séð allar myndirnar sem við tókum í dag :o)

Engin ummæli: