fimmtudagur, nóvember 08, 2007


hæ hæ allt gott að frétta héðan. Erum hress og kát. Var hjá afa og ömmu sl helgi þar sem mamma var að vinna. Afi kom meira að segja að ná í mig og var rosa stuð að sjá afa koma og ná í mig! Hljóp hoppandi í afabíl og tilbúinn að fara í sveitina.

Mamma kom svo á sunnudaginn. Okkur líður mjög vel í nýju íbúðinni. Ég var dálítill gaur fyrst og vildi bara fara heim. Var ekki alveg að ná þessu. En mamma tekur bara fram dótið mitt og sýnir mér að allt sé hér og við kubbum smá eða bílum og ég gleymi mér. Þetta var í sl viku - en hef ekkert spekulerað í þessu í þessari viku.

Við mamma máttum svo fara í sveitina í gær með súbbann okkar . Siggi tæknimaður kom og dró okkur í gang. Startarinn farinn í bílnum. Fengum ömmubíl lánaðanr takk elsku amma mín!! Og takk elsku afi minn fyrir að gera við súbbann :)

Förum á laugardaginn aftur í sveitina í heimsókn. Þá getum við svissað aftur á bílum.

Ég er alltaf voða góður, er reyndar alltaf að reyna að fá að lúlla í mömmubóli, en mamma er farin að taka strangar á þesssu. Og við erum byrjuð í samningarviðræðum varðandi bleyjur... mér finnst bara ekkert gaman að fara á koppinn... tímaeyðsla.

Engin ummæli: