þriðjudagur, nóvember 13, 2007


hæ hæ !

í gær var gaman hjá mér!! Mamma var að vinna til 18 og venjulega hefði Þórey átt að sækja mig. Ok, en hún var að lesa undir próf svo að sjálfsögðu erum við ekkert að trufla hana í því. Nú, svo mamma ætlaði að skipta degi við írisi sem vinnur með henni, en Íris var lasin... Stebbi tæknimaður líka. Hmm nú mamma hringdi í Sylvíu bestu frænku, og hún var sko meira en til í að passa mig. Og það var svo gaman!! ég hljóp með henni inn á vist, var ekkert að gráta á eftir mömmu (eins og ég gerði í gærmorgun í skólanum) og ég fékk popp hjá henni. Hún og vinkona hennar voru búnar að setja upp jólaskraut, og þær voru svo skemmtilegar! Ég var afskaplega hamingjusamur þegar við mamma vorum komin heim. Svo gaman að breyta til :)

Helgin var annas mjög skemmtileg. Við mamma kúrðum okkur á laugardaginn og fórum svo í sveitina. Afi lagaði bílinn okkar og virkar hann núna rosa vel :) Kíktum í Fellshlíð á sunnudeginum, og náðum í kjötið okkar :) Alltaf gott og gaman að fara í Fellshlíð enda vildi ég sko ekkert fara heim þaðan . Mamma lofaði mér að við myndum gista þar fljótlega og ég hlakka mikið til þess!!

Við kubbuðum svo við mamma þegar við komum heim. Við höfum ekki haft mikinn tíma til að leika okkur saman hérna heima eftir flutninga. Og ég var ekki kominn með neitt kubbahús eða playmobilhús á borðið mitt inni í herbergi - nær ekki nokkurri átt! Svo mamma hjálpaði mér og núna leik ég mér mikið inni í mínu herbergi - svo stór strákur að eiga sjálfur herbergi og get dundað mér þar eins og ég vil !!

Þangað til næst hafið það gott

Ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: