laugardagur, nóvember 24, 2007


Halló gott fólk:)

núna erum við komin í helgarfrí aftur, tíminn líður afskaplega hratt núna. Nóg að gera hjá okkur.
Jólin og afmælið mitt nálgast óðfluga. Ég spyr mömmu reglulega hvort ég eigi afmæli, hún svarar mér því að við þurfum að sofa í nokkrar nætur í viðbót. Hún er búin að segja það dálítið lengi, ég farinn að bíða.

Við ætlum að vera heima um þessa helgi. Kannski tökum við rúnt aldrei að vita. En ætlum að reyna að klára jólakortin okkar. Og setja upp nokkrar seríur :)
Við erum farin að breyta smá rúntinum okkar eftir skóla og skoðum núna jólatré í stað bíla og gröfur. Ég er agalega hrifinn af öllum ljósunum og skrautinu.
Er greinilega algjör jólastrákur í mér - enda ekki langt að sækja það. Mamma, amma og Þórhalla frænka mín - þær eru allar jólastelpur :) og svo auðvitað er ég fæddur á jólunum :)
hafið það gott um helgina !!

ykkar Gabríel "jólastrákur" Alexander
  • Já og ég vil skila kveðju til Þórhöllu frænku og Lárusar frænda sem eru úti á Kúbu að njóta lífsins!! Knús til ykkar og von um góða skemmtun. !!

Engin ummæli: