laugardagur, mars 29, 2008

Í Bíó!

hortonHæ hæ ! í gær fór ég á mína fyrstu bíómynd!! Starfsfólki EJS og börnum var boðið í bíó og fengum við A sal fyrir okkur.  Sem var frábært!  Fórum að sjá myndina Horton  og ég sat í gegnum hana alla!! Reyndar dálítið ókyrr þegar fór að líða að hléi.  Fór þá fram með mömmu, fylltum á kókin okkar og ég hljóp og hljóp hring eftir hring í andyrinu.  Mamma leyfði mér að fá kók og nammi í tilefni ferðarinnar.  Sem ég fæ annars aldrei.. (þe kók) Þarna voru fleiri krakkar og annar sem var líka að fara í fyrsta skipti sem er mánuði yngri en ég og hann fékk einmitt líka kók í tilefni dagsins :) við vorum flottastir!!

Eftir hlé og sessuskipti (byrjaði á að hafa rauða en vildi svo bláa) sat ég svo og horfði hugfanginn á stóra sjónvarpið.  Mér fannst reyndar stundum of hátt, og hélt oft fyrir eyrun.  - þess má geta að þegar ég hlusta á papana hér heima þá er ég alltaf með lágt stillt.  Mér finnst óþægilegt að hafa of hátt í kringum mig. 

Í enda myndarinnar var ég svo kominn í fangið á mömmu.  En ég horfði allann tímann og fannst þetta rosaelga gaman og mamma ákvað að við skildum sko fara oftar í bíó - þetta var svo gaman!!!

í dag erum við svo að fara í Fellshlíð.  Við ætlum að gista þar og hafa gaman!! Hlakka svo til að hitta Önnu, Hermann og Blíðu!!!

Þar til næst eigið góða helgi

Ykkar Gabríel Alexander

Engin ummæli: