miðvikudagur, mars 26, 2008

Halló halló !!

ammlipakkiNú er ég kominn í skólann minn aftur.  Mamma sótti mig í gær þegar hún var búin að vinna og það var svo gaman hjá mér.  Amma var orðin heldur þreytt.  Ég er búinn að ná að hvíla mig svo vel yfir páskana að ég hef ótakmarkaða orku og er alveg að notfæra mér það!!!

Páskarnir voru góðir!! Mamma átti afmæli á páskadag (23. mars) og ég var búinn að fá ömmu með mér í lið að finna gjöf handa henni og pakka inn.  Svo skrifaði ég á kortið sjálfur og söng fyrir hana!  Hún táraðist af stolti.  Ég átti fyrst dálítið erfitt með að þegja  yfir gjöfinni.  En náði þó að halda aftur af mér.  Biðin var erfið.  Og um leið við vöknuðum á páskadag "mamma mín á afmæli - elsku mamma til hamingju" og svo knúsaði ég hana!!!

Fékk tvö páskaegg og var duglegur að borða súkkulaðið!! Byrjaði hins vegar á svona litlu eggi, á undan hinum tveimur.  Sylvía besta frænka hjálpaði mér að opna og ná namminu út.  Svakalega gaman!!! Hún hafði einmitt málað á nokkur hænuegg með okkur - og það var rosalega gaman!! Ég málaði sjálfur og amma hengdi up p á greinar.  smasmakk

Svo fór ég í fyrsta skipti í klippingu!!! Og ég var duglegur ! Sat eins og herforingi kjurr í fangi mömmu á meðan Alma klippti.  Og ég er svo flottur!

Já þetta frí var yndislegt.  Svo gaman að vera hjá afa og ömmu.  Horfa á formúluna, gralla og snúllast með afa.  Leika mér með lestirnar mínar, og hafa mömmu mína út af fyrir mig í heila 5 daga!!  Og við kubbuðum saman og lestuðum saman, lékum okkur.   Heimsóktum langafa og langömmu til Húsavíkur, og hittum Þórhöllu frænku! 

Og það var rosalega gott að koma heim í dótið mitt í gær.  Ég hljóp upp stigann og kallaði "dótið mitt dótið mitt" og fór að leika mér strax.  Mamma náði mér ekki í rúm fyrr en að ganga tíu í gærkveldi!! En ég er svo duglegur á morgnana að það er allt í lagi!!

Þar til næst hafið  það sem allra best.

Ykkar Gabríel Alexander :)

Engin ummæli: