sunnudagur, mars 16, 2008

Gaman að vera til :)

hæ hæ !!! Það er búið að vera rosalega gaman þessa helgi.  

Við mamDSC00220ma hófum helgarfríið á að kíkja í Dótakassann.  Þar er svo mikið af flottu dóti, flottar lestir.  Og þeir eru með uppsett borð með lestum fyrir okkur krakkana til að skoða og vega og meta hvort sé skemmtilegt eða ekki... hehe auðvitað finnst mér þetta vera rosalega flott dót!! 

Afi og amma komu og í heimsókn til okkar á laugardaginn.  Afi hjálpaði mömmu við að gera við innréttinguna - en ein hurðin datt á löppina hennar - hún var ekki með fallegt orðbragð í smá stund á eftir.. 

Amma kom með okkur í íþróttaskólann - og það var svo gaman að sýna henni allt saman!! Þetta var síðasta skiptið okkar núna.  En mamma mun skrá mig í haust aftur! Hlakka ég til ... ójá !!

Svo fórum við í sveitina - við mamma.  Gistum þar í nótt og höfðum það gott !! Komum aftur snemma í dag.  Vildum njóta þess að vera smá heima líka.  Mamma setti upp Bubba Byggir gluggatjöld og endurraðaði í herberginu mínu. Þannig fann hún smá meira pláss fyrir mig til að rusla í !! hehe :)

Páskafríið er alveg að koma og hlakkar okkur mömmu mikið til !! Frí í nokkra daga - bara við að leika okkur og njóta þess að vera í fríi saman!! Langafi og langamma koma norður líka og fæ ég að hitta þau.  Ég spyr alltaf reglulega eftir þeim. 

Þar til næst - hafið það rosalega gott !

ykkar Gabríel Alexander.

ps - smá gullmoli - mamma spyr - "viltu hlusta á "foli foli fótalipri" ??"

Gabríel svarar "neiheii bara Linkin Park"

Engin ummæli: