þriðjudagur, apríl 21, 2009

Pabbahelgi að baki – sveitin á morgun

hæ hæ !

Ég var hjá pabba um sl helgi og skemmti mér vel.  Allavega er ég kominn með sundskýlufar eftir sundið um helgina og er vel útitekinn. Ég var mikið þreyttur þegar mamma sótti mig í skólann í gær.  Og þegar heim var komið henti ég mér í fangið hennar og grét pínulítið, svo þreyttur var ég.  Vildi bara súrmjólk í matinn og fór í bað.  Lék mér reyndar heillengi í baði, horfði á Simpsons og sofnaði strax þegar mamma var búin að lesa fyrir mig.  Klukkan hefur kannski verið orðin 20:10. 

Ég vaknaði líka mikið hress í morgun.  Var búinn að leika mér slatta áður en ég vakti mömmu um hálf sjö.  Fuglarnir sungu og sólin skein. Og við vorum á góðum tíma úr húsi og við hlustuðum á Linkin Park fyrir utan skólann á meðan við biðum eftir að opnaði :o)

Á morgun förum við svo í sveitina.  Fer til pabba í fyrramálið og verð hjá honum á meðan mamma vinnur.  Svo er sumardagurinn fyrsti, og aftur lokað á föstudag í skólanum.  Við mamma ætlum að vera í sveitinni :o)

Þessi mynd er tekin í morgun á meðan við bíðum eftir skólanum:

DSC00846

“afagretta”

Engin ummæli: