miðvikudagur, apríl 08, 2009

Páskafrí

Hæ hæ ! ég er kominn heim úr Vestmannaeyjum.  Það var rosalega gaman! Hitti fullt af fólki. Atli Freyr bróðir minn var að fermast.  Ég var búin að tala um þetta ferðalag lengi og við mamma að telja niður.  Ég fór sem sagt með pabba mínum og þeim úr Grænugötu.  Keyrðum suður á föstudag, flugum í Eyjar á laugardag, gistum þar um nóttina, flugum í bæinn aftur á sunnudag og keyrðum heim á mánudag.  Ég fór til pabba á fimmtudag þar sem við fórum snemma á föstudag.  Og þar sem við komum seint heim á mánudag þá hitti ég ekki mömmsu mína aftur fyrr en á þriðjudag.  En mikið var nú gott að knúsa hana.  Og við lékum okkur með kubbana mína og dótið mitt.  Og ég sofnaði svo þreyttur og sæll með ferðina.  Sagði mömmu frá öllu því skemmtilega sem ég sá.

Á morgun förum við svo í sveitina til afa og ömmu.  Ég spurði mömmu strax í gær hvort hún hefði nokkuð gleymt að kaupa páskaegg.  En hún sagði að amma mín væri búin að græja það allt saman.  Mamma er með eggið heima og ég fékk að sjá það! og það er svo flott!! með Býflugu með “kakóbolla”

En þetta verður rosalega gaman!

Við mamma óskum ykkur gleðilegra páska!

DSC00809

Engin ummæli: