mánudagur, október 12, 2009

hæ hæ !

við mamma áttum góða helgi eins og vanalega. Fórum í sveitina á föstudag eftir vinnu og skóla og þar var auðvitað tekið snilldar vel á móti okkur. Við mamma höfðum sótt Greifa pizzur fyrir ömmu og afa og það var gaman hjá okkur öllum þegar við gæddum okkur á þeim heima hjá ömmu og afa. Úti var vont veður. Mikið rok svo glumdi í öllu.

Og laugardag var líka hvasst og ekkert hægt að gera. Fórum aðeins á rúntinn með afa og ömmu til að athuga með kindurnar okkar á bárunni. Afi var búinn að lofa mér einni ferð á fjórhjólinu og það var rosalega gaman ! Fórum í gegnum skafl, lyng og yfir móa ! Ég var eitt sælubros þegar ég kom inn aftur.

Við mamma fórum svo snemma heim á sunnudag svo ég kæmist á fótboltaæfingu. Ég var rosalega feiminn fyrst og mamma varð að múta mér svo ég færi inn á völlinn en málið var að ég þekkti engann og þá á ég það til að vera svolítið lítill í mér. En ég var rosalega ánægður með æfinguna og er alveg harður á því að fara aftur á sunnudag eftir viku !

Við mamma fórum svo og náðum í nýjan snjógalla, fórum í jólahúsið og áttum bara snilldar dag saman ! ég er voðalega ánægður með lífið og tilveruna þessa dagana!

Mamma setti inn litlar myndir núna því heyrst hefur að fólk eigi erfitt með að opna vefinn vegna hve þungur hann er út af myndunum. En ef þið smellið á þær opnast stærri mynd í nýum glugga :)

DSC01143 DSC01146 DSC01142

Engin ummæli: