fimmtudagur, október 08, 2009

hæhæ

það er alveg nóg að gera hjá okkur mömmu. Mamma talar um að vikan sé ekki nægilega löng til að gera allt sem okkur langar til.

En á mánudag kom ég heim frá pabba og þá er ég mest í að knúsa mömmu og leika mér með dótið mitt. þriðjudag fórum við í sund, miðvikudag þá fórum við og fundum kuldastígvél (loðfóðruð stígvél) og svo í heimsókn til Júlíusar, og í dag fær mamma að tvo stráka heim úr leikskólanum, en Jóhannes besti vinur minn ætlar að koma heim og leika við mig eftir skóla!
Mikið hlakka ég til. Mamma er búin að kaupa kleinur handa okkur og hún keypti líka batterí í fjarstýrðu bílana mína svo við gætum nú leikið okkur með þá líka. Mig langar svo að sýna Jóhannesi Leiftur McQueen fjarstýrða bílinn minn :o)

Annars er ég bara kátur. Hress og kátur :o)

Förum uppi í sveit á morgun að hitta afa og ömmu og ég hlakka svo til!

Engin ummæli: