föstudagur, október 30, 2009

hæ hæ

nóg að gera á litlu heimili :o)

ég var hjá pabba sl helgi þar sem mamma var á námskeiði og ég skemmti mér mjög vel. Á mánudag þá fór ég heim með Snæbirni vini mínum og lék mér við hann og það var mjög gaman – var afskaplega sáttur þegar mamma sótti mig.

á þriðjudag búðuðum við mamma smá – þe við fórum og sóttum nýju gleraugun hennar og við kíktum í Toys’r’us og þar fékk ég “nammipeninginn minn” og ég gat fengið mér 3 bíla fyrir 500 kr !! ég var svo sæll með þetta ég sveif um á skýi!

á miðvikudag komu Sylvía besta frænka og Áslaug að passa mig. Ég var sko alveg til í að mamma færi því mér finnst svo gaman þegar þær passa mig ! Pöntuðum pizzu og ég fékk nammi ! ég sofnaði seint en var svo kátur !

Í gær kom svo Snæbjörn með mér heim og við lékum okkur mikið ! vorum virkilega stilltir.

þessi vika var broskallavika. Mamma fékk heim 10 broskalla sem hún átti að nota til að verðlauna mig með – td gefa mér broskall þegar ég var duglegur að klæða mig á morgnana, eða við að fara að sofa eða jafnvel við að taka til! Hún nestaði mig með broskalla til pabba sl helgi svo þau gætu líka tekið þátt í þessu með okkur. Og mér finnst svo gaman að fá þessi bros, þetta er svo mikil viðurkenning fyrir mig. Og í morgun þá mæti ég með 10 broskalla sem ég hafði unnið mér inn, stoltur og afhenti Önnu kennara. Hún varð ekkert smá stolt af mér og hrósaði mér í bak og fyrir !

Núna er bangsavika. Var með Króka krókódíl í vikunni, í morgun fékk svo Goggi minn að fara með!

Eigið góða helgi !

Engin ummæli: